Strandabyggð: útsvar 14,97%

Hólmavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur hækkað útsvarsprósentuna úr 14,75% í 14,97%. Er það vegna 0,23% af tekjuskatti til ríkisins sem færðist yfir til sveitarfélaga sem útsvar vegna málefna fatlaðra.

Er þá sama útsvarsprósenta í Strandabyggð og í öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum.

Hins vegar hefur verið fellt niður álag á útsvarið sem Strandabyggð fékk heimild í fyrra til þess að innheimta vegna erfðrar fjárhagsstöðu og er því ekki lengur það ástand að skattgreiðendur í Strandabyggð greiði hærra útsvar en íbúar í öðrum sveitarfélögum.

DEILA