Strandabyggð: útsvar 14,75%

Hólmavík

Sveitarstjórn Strandabyggðar hélt aukafund 20. desember sl.og samþykkti að hækka útsvarsálagningu úr 14,52% í 14,75% vegna samkomulags ríkisins og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk. móti þessari útsvarshækkun, lækkar tekjuskattsálagning um samsvarandi prósent og mun ákvörðunin því ekki leiða til þess að heildarálögur á skattgreiðendur hækki segir í samþykkt sveitarstjórnar.
Annars staðar á Vestfjörðum var útvarsálagning hækkuð í 14,97%.

DEILA