Ísafjarðarbær: nýtt ákvæði um afturköllun lóðarúthlutunar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gerði á síðasta fundi sínum breytingar á samþykkt Ísafjarðarbæjar um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og stofngjald fráveitu auk þess að samþykkja breytingar á reglum um úthlutun lóða.
Bætt var við samþykktina ákvæði um afturköllun lóðarúthlutunar vegna vanskila eða dráttar á framkvæmdum.
Í ákvæðinu er mælt fyrir um heimild til þess að afturkalla byggingarleyfi að undangenginni viðvörun hafi ekki gatnagerðargjald verið greitt eða framkvæmdir hafnar innan 12 mánaða.
Sveitarstjórn skal með 30 daga fyrirvara senda lóðarhafa með sannanlegum hætti viðvörun um hina fyrirhuguðu afturköllun áður en byggingarleyfi og/eða lóðarúthlutun er afturkölluð.
Í minnisblaði bæjarritara segir að breytingarnar séu gerðar vegna ábendinga um að bæta þurfi nákvæmni í orðalagi varðandi afturköllun og innköllun lóðarúthlutana vegna vanskila eða dráttar á framkvæmdum. Skýrt þarf að vera að frestur bæjarstjórnar sé 30 dagar til handa lóðarhafa.

DEILA