Listasafn Ísafjarðar: sýning á verkum barna og unglinga

01.12 – 30.12 2023.

Listasafn Ísafjarðar býður gesti velkomna á opnun sýningar á verkum barna og unglinga sem tóku þátt á listasmiðjunum SAMANSAFN. Listasmiðjurnar voru í tenglsum við haustsýningu safnsins DREGIN LÍNA.

Opnun verður 1. desember nk. kl.16.00 á gangi Safnahúsins við Eyrartún. Þátttakendur eru hvattir til að koma á opnunina til að ræða verkin sín, boðið verður upp á léttar veitingar.

Aðgangur ókeypis

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði og Orkubúi Vestfjarða

Listasafn Ísafjarðar hlýtur einnig stuðning Ísafjarðarbæjar.

DEILA