Nýtt sveitarfélag: kosið í vor

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð segir að kosin verði sveitrstjórn fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Vesturbyggðar og Tálknafjarðar í vor. Hvenær nákvæmlega það verði ræðst af forsetakosningum en sveitarstjórnarkosningar mega ekki of nærri þeim kosningum.

Berist fleiri en eitt framboð til forseta munu forsetakosningar fara fram og verða þær þá 5. júlí að sögn Þórdísar. Ákveðið er að nýja bæjarstjórnin verði skipuð sjö fulltrúum.

Þórdís segir að næstu skref verði að undirbúa sameininguna, gerðar verði tillögur að samþykktum fyrir nýja sveitarstjórn og starfsnefndir hennar. Settar verða á fót fjórar heimastjórnir hver þeirr skipuð tveimur fulltrúum af viðkomandi svæði og einn bæjarfulltrúi að auki. Heimstjórnir verða fyrir Arnarfjörð, Tálknafjörð, Patreksfjörð og sameiginlega fyrir Rauðasand og Barðaströnd. Þá verði unnið að samræmingu stjórnsýslunnar og m.a. hugað að launakerfi og bókhaldskerfi.

Þórdís sagði að komið hafi fram hjá íbúunum að heimstjórn væri ein af forsendum stuðnings við sameiningu og sagðist hún vonast til þess að kosið verði í heimstjórninar samhliða bæjarstjórnarkosningunum.

Ný bæjarstjórn mun taka formlega við af núverandi sveitarstjórnum tveimur vikum eftir fyrstu sveitarstjórnarkosningar hins nýja sveitarfélag.

Það er ótrúlega ánægjulegt og auðveldar vinnun framundan að það hafi verið svona mikil samstaða um sameininguna. Ég hlakka til framhaldsins“ sagði Þórdís.

Sameiningin var samþykkt í Tálknafirði með 96% atkvæða og í Vesturbyggð með 82%.

DEILA