Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna: 800 m.kr. til sveitarfélaga

Reykhólar.

Útgjaldajöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir þetta ár hafa verið hækkuð um 750 m.kr. og verða alls 14.750 m.kr. Auk þess er áætlað að 50 m.kr. verði úthlutað vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli. Samtals nemur hækkunin því 800 m.kr.

Hækkunin 750 m.kr. er vegna B-hluta útgjaldajöfnunarframlaga ársins og nemur nú 575 m.kr. en í lok ársins verður úthlutað 175 m.kr. á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur á árinu 2023 umfram tekjur. 

Lítill hluti af 575 m.kr. hækkuninni nú rennur til sveitarfélaga á Vestfjörðum. Þrjú sveitarfélög fá ekkert, það eru Bolungavík, Tálknafjörður og Árneshreppur. Reykhólahreppur fær 14,4 m.kr., Vesturbyggð 12,2, m.kr. og Súðavík 11,5 mkr. Ísafjarðarbær fær 9,2 m.kr. , Strandabyggð 5,6 m.kr. og Kaldrananeshreppur 1,6 m.kr.

DEILA