Kostnaður við nýju nemendagarða Lýðskólans á Flateyri varð 237 m.kr. samkvæmt þvi sem fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem lagt var fram í bæjarráði í gær.
Hlutur Ísafjarðarbæjar í kostnaði er 12% eða 28,4 m.kr. Greiðslur fóru fram í tvennu lagi, fyrst við undirritun samnings og sú síðari þegar þegar vottorð vegna öryggisúttektar lá fyrir.