Arnarlax: markaðsvirði 71 milljarður króna

Björn Inge Nordhammer á kynningarfundi á Bíldudal á fimmtudaginn.

Arnarlax hf á Bíldudal var fyrir helgina skráð á markað á ís­lenska First North hluta­bréfa­markaðnum í því skyni að gera fjár­fest­ingu í fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­inu aðgengi­legri fyr­ir ís­lenska fjár­festa. Er skráningin á nafninu Iceland Salmon, sem er móðurfélag Arnarlax. Áður hafði félagið einnig verið skráð á Euronext Growth hlutabréfamarkaðinn í Noregi.

Opnunarverð á hlut var 2.260 kr. Það hækkaði upp í 2.500 kr og lækkaði svo aftur þegar leið á daginn og endaði í 2.300 kr.

Miðað við það verð er markaðsvirði félagsins liðlega 71 milljarður króna. það er litlu minna en markaðsvirkði Haga hf sem er 79 milljarðar kr. og um helmingur af markaðsvirði Brims hf kvótamesta sjávarútvegsfyrirtækis á Íslandi.

Í máli Leif Inge Nordhammer, stjórnarformanns Arnarlax kom fram að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 2009 af Matthíasi Garðarsyni frá Bíldudal og fjölskyldu hans. Norska félagið SalMar eignaðist stóran hlut árið 2015. Fyrsta uppskeran var 2016.

Við stofnun Arnarlax voru 160 manns búsettir á Bíldudal en nú eru 280 manns búsett á staðnum. Vöxtur eldis hefur vaxið hröðum skrefum. Aðeins 1% af útflutningstekjum af sjávarafurðum voru þá af eldi en í fyrra var hlutfallið komið upp í 14%. Þá fóru um Bíldudalshöfn um 3% af öllum sjávarafurðum landsmanna í fyrra.

Frétt á Stöð 2 fyrir 10 árum.

DEILA