Stóri dagurinn er á morgun þegar Vestri mætir Aftureldingu

Það styttist í stærsta leik í sögu Vestra, þegar þeir mæta Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um sætir í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Sigur í leiknum þýðir sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á laugardag klukkan 16:00.

Stuðningsmenn Vestra, nær og fjær, ætla sér að fjölmenna á leikinn.

Frá klukkan 12:00 og alveg fram að leik verður blásið til heljarinnar upphitunar á Snóker og Pool stofunni þar sem hægt verður að finna stútfulla dagskrá og eitthvað fyrir alla á öllum aldri.

DEILA