Stjórn fiskveiða: stjórnvöld skili botnfiskaflaheimildum verði skel- og rækjubætur afnumdar

Klakkur ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Gunnar Torfason f.h. Tjaldtanga ehf sendir umsögn um Auðlindina okkar, skjal fjögurra starfshópa sem leggja fram tillögur um sjávarútvegsstefnu. Meðal tillagnanna er að fella niður skel- og rækjubætur. Í umsögninni er bent á að rækjuveiðar séu sveiflukenndar. Þær bætur í bolfiski sem útgerðir við Djúp fengu á aflabrestárumí rækju gerðu það að verkum að þekking tapaðist ekki úr samfélaginu og útgerðir og atvinnutæki héldust á svæðinu. Tilurð rækjubótakerfisins sannaði sig á þessum árum.

Minnt er á að rækjubátar við Arnarfjörð og Ísafjarðardjúp hafa undanfarin ár landað sínum afla til rækjuverksmiðjunnar Kampa ehf. á Ísafirði. Þar vinna um 40 manns og innfjarðarrækjuveiðarnar eru mikilvægur hlekkur í hráefnisöflun verksmiðjunnar.

Þá segir Gunnar Torfason: „Í umfjöllun „samráðsnefndarinnar“ um skel- og rækjubætur má skynja takmarkaða þekkingu á rækju- og skeliðnaðinum, og þá sérstaklega á Vestfjörðum og Vesturlandi.“ og hvetur hann nefndarmenn til þess að koma vestu rog kynna sér atvinnugreinina.

Að hans mati hefur úthlutun skel- og rækjubóta fallið vel að meginmarkmiðum laga um stjórn fiskveiða um verndun og hagkvæma nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. „Úthlutun skel- og rækjubóta síðustu ár hefur náð tilgangi sínum. Þegar ílla hefur árað í innfjarðarrækjuveiðum fyrir vestan þá hafa rækjusjómenn getað stundað dragnótarveiðar í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði í stað rækjuveiða. Þannig hafa útgerðir fengið svigrúm til endurskipulagningar vegna skammtíma breytinga í rækjustofnum. Núverandi kerfi tryggir að þegar innfjarðarrækjustofnar gefa eftir þá er dregið úr áhrifum þess á atvinnu og byggð á tilteknum svæðum með úthlutun bóta.“

Sé hins vegar vilji til þess að leggja niður skel- og rækjubótakerfið þá skuli skila þeim bolfiskaflaheimildum sem þar eru beint til handhafa skel- og rækjuheimilda, en botnfiskaflaheimildur þeirra báta, sem fengu heimildir í rækju og skel, voru sérstaklega skertar á sínum tíma í upphafi kvótakerfisins.

 

DEILA