Lögreglan biður um aðstoð

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að hún hafi aðfaranótt sunnudagsins 3. september s.l. handtekið mann eftir atvik sem kom upp fyrir utan Edinborgarhúsið á Ísafirði.

Lögreglan óskar eftir að komast í samband við þá sem urðu vitni af athæfi mannsins sem varð til þess að hann var handtekinn.

Ef þú býrð yfir upplýsingum ertu vinsamlegast beðinn um að gera vart við þig hjá lögreglu með því að hafa samband á lögreglustöðina á Ísafirði í gegnum síma 444-0400 eða með tölvupósti á vestfirdir@logreglan.is.

DEILA