Strandveiðar: 3.137 tonn í maí og júní á Vestfjörðum

Smábátaflotinn í Patrekshöfn síðastliðinn föstudag. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust 3.137 tonn að landi af 271 strandveiðibát á Vestfjörðum í maí og júní mánuðum samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda. Landað var afla í 12 höfnum í fjórðungnum af 14.

Patreksfjörður var aflahæst á Vestfjörðum með 847 tonn á þessu tímabili og var jafnfram hæsta höfnin á landinu. Bolungavíkurhöfn er í öðru sæti með 732 tonn. Þessar tvær hafnir voru langhæstar. Það voru einnig langflestir bátar sem lönduðu í þessum höfnum ,72 bátar á Patreksfirði og 58 í Bolungavík.

Fimm Vestfjarðahafnir eru meðal 10 hæstu hafnanna á landinu. Patreksfjörður var sem fyrr segir aflahæst, Bolungavík í 4. sæti og í 8.-10. sæti voru Norðurfjörður, Tálknafjörður og Suðureyri.

Strandveiðar maí-júní Vestfirðir
höfnmagn-kgfj. Báta
Brjánslækur19.9222
Patreksfjörður846.57772
Tálknafjörður353.28225
Bíldudalur166.49110
Þingeyri133.80713
Flateyri60.0259
Suðureyri344.02830
Bolungavík732.11558
Ísafjörður00
Súðavík00
Reykhólar8181
Norðurfjörður373.04531
Drangsnes57.3627
Hólmavík50.15313
Samtals3.137.625271

DEILA