Nýr geisladiskur með lögum eftir Ólaf Kristjánsson

Mjög fljótlega kemur út nýr geisladiskur með sjö lögum eftir Ólaf Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóra Tónlistarskóla Bolungavíkur og fyrrverandi bæjarstjóra ásamt bók með lögunum. Útgáfutónleikar verða í haust í sal FÍH í Rauðagerði í Reykjavík.

Það voru þeir feðgar Smári Haraldsson og Halldór Smárason sem höfðu ákveðið frumkvæði að útgáfunni. Halldór tók sig til og skrifaði lögin á nótur og gerði músikina aðgengilega á nótnaformi og í framhaldinu var ákveðið að taka lögin upp.

Til þess að standa straum af framleiðslukostnaði og að hluta í upptökukostnað verður hver plata +bók seld kr. 5.000.

Titillagið bjórkvöld vina kom þannig til að Villi Valli hafði samband við Ólaf og vantaði lag. Ólafur settist niður og lagði varð til.

Hljómlistarmennirnir Halldór Smárason á píanó, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Pétur Grétarsson á trommur skipa hljómsveitina.

Upptökur fóru fram í hljóðverði FÍH og Ólafur var þeim innan handar við þá vinnu. Um er að ræða sjö gullfalleg lög sem Ólafur hefur samið gegnum árin en er fyrst nú á 88. ári, að koma lögunum á framfæri.

DEILA