Gímaldin á Skrímslasetrinu

Gímaldin mætir með Mpc og gítar á Skrímslasetrið, Bíldudal þann 28. júlí og leikur prógram sem hefst klukkan 20.00.

Efnisskráin verður að mestu samtíningur úr RusicRemix prógraminu svokallaða, en um er að ræða nýjar útsetningar sérstaklega gerðar fyrir Mpc-margmiðlunargræju. Ýmislegt annað efni verður leikið í bland.

RusicRemix, var einsog heitið gefur til kynna, remix og cover laga verkefni sem hófst í St. Pétursborg árið 2005 og lauk á Íslandi árið 2009, þótt verkefninu hafi aldrei verið formlega slúttað – og ennfremur tilheyra því bæði mix sem gerð hafa verið fyrir 2005 og eins eftir 2009.

RusicRemix má með sem allra breiðustu línum lýsa sem tvíþættri nálgun við tónlist, annars vegar að máta þann eþníska áhrifapott sem gímaldin hrærðist í í Rússlandi, við þekkt og síður þekkt dægurlög – og eins að reyna að endurskapa lög útfrá óefnislegu innihaldi þeirra, sumsé, fylgja ekki endilega, hvorki melódíu, hljómum né texta. Útfrá teleólógískri merkingu laganna má segja, sem er of flókið mál að skýra hér – en verður kanski reynt á tónleikunum.

Ekki er alveg útilokað að leikinn verði í það minnsta einn blús með Skúla mennska.

Aðgangseyrir er 2000 kr

DEILA