EMMÍ Sprett-upp afmælissýning í Menntaskólanum á Ísafirði

Í tilefni af 50 ára útskriftarafmælis Menntaskólans á Ísafirði verður svokölluð sprett-upp afmælissýning í Gryfjunni föstudaginn 24. maí.

Á sýningunni verður lögð áhersla á dulda námskrá skólans og því verður nemendamenningin í fyrirrúmi.

Til að undirbúa sýninguna fengum við til liðs við okkur fimm fyrrverandi útskriftarárganga ásamt stjörnum núverandi útskriftar og mun því sýningin spanna nemendasögu MÍ allt frá fyrsta útskriftarárgangi til útskriftarárgangs dagsins í dag.

Sýningin verður opin frá klukkan 17:00 til 20:00.

DEILA