Við Djúpið: vel heppnaðri hátíð lauk í gærkvöldi

Decoda trióið í Hömrum í gærkvöldi. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Tónlistarhátíðinni Við Djúpið lauk í gærkvöldi á Ísafirði með vel sóttum tónleikum í Hömrum. Þar kom fram Decoda tríóið og flutti þrjú verk. Tríóið skipa Caterine Gregory , flautu, David kaplan, píanó og Sæunn Þorsteinsdóttir , einnig selló. Fluttu þau verk eftir Haydn, Ludwig-Leone og Crumb við góðar undirtektir.

Bjarney Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar og Greipur Gíslason, stjórnandi voru bæði ánægð með hátíðina og sögðu hana hafa gengið vonum framar og að aðsókn hefði verið góð.

Hátíðin hófst á þjóðhátíðardaginn og stóð í 5 daga með alls 11 tónlistarviðburðum.

Greipur Gíslason og Bjarney Gunnlaugsdóttir.
Frá tónleikunum í gærkvöldi.

DEILA