Tindur seldur til Marokkó

Tindur ÍS 325 ex Helgi SH 135. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2024.

Tindur ÍS 325 hefur verið seldur til Marokkó og kom við í Vestmannaeyjum í vikunni á leið sinni suður til Agadir.

Tindur hét upphaflega Þór Pétursson ÞH 50 og var í eigu Njarðar hf. í Sandgerði, smíðaður á Ísafirði 1989.

Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði keypti bátinn árið 2000 og fékk hann þá nafnið Helgi SH 135.

Helgi var seldur til Flateyrar árið 2000 þar sem hann fékk nafnið Tindur ÍS 325.

Af skipamyndir.com

DEILA