Við Djúpið: opnunarhátíðin verður 17. júní

Catherine Gregory flautuleikari.

Á opnunartónleikum hátíðarinnar koma fram Catherine Gregory flautuleikari og David Kaplan píanóleikari. Þau hafa leikið saman frá árinu 2014 og flétta gjarnan saman gömlu og nýju á tónleikum sínum. Á tónleikunum í Hömrum, sem hefjast kl 20 verður flautusónata Prókofíevs á dagskrá og einnig kaflar úr fiðlusónötu Césars Franck í umritun fyrir flautu og píanó. Á milli þessara verka hljóma svo Þrjú sólarlög eftir Jónas Tómasson frá árinu 1997 og verk eftir Gabrielu Lenu Frank sem var sérstaklega samið fyrir þau Catherine og David.

Miðasala á tónlistarhátíðina Við Djúpið er hafin. Hægt er að kaupa miða á netinu með auðveldum hætti og hlaða niður í síma eða prenta út. 👉https://viddjupid.myshopify.com/collections/all

Fyrir þá sem kjósa verður auðvitað líka hægt að kaupa miða við innganginn eins og alltaf.

Tónlistarhátíðin Við Djúpið verður haldin á Ísafirði dagana 17.-21. júní næstkomandi. Haldnir verða alls 10 tónleikar , tveir hvern dag sem hátíðin stendur. Á hverju kvöldi er blásið til hátíðartónleika í Hömrum, sal Tónlistarféalgs Ísafjarðar en auk þess eru hádegistónleikar í Edinborgarhúsinu.

DEILA