OV – plægir rafstreng í Álftafirði

Lega strengsins fyrir fjarðarbotninn um land Seljalands.

Orkubú Vestfjarða hefur sótt um að plægja rafstreng í Álftafirði, frá Svarthamri að Hattardal. Ísafjarðarbær er landeigandi við Seljaland í botni Álftafjarðar og fékk því skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar málið til umsagnar.

Framkvæmdin er liður í þríföstun raforkukerfisins í Álftafirði.

Nefndin gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti um fyrirhugaða framkvæmd í landi Seljalands í Álftafirði. Nefndin bendir á að skv. uppdrætti eru fyrirhugaðar lagnir á veghelgunarsvæði og því þarf samráð við Vegagerðina.
Nefndin leggur áherslur á vandaðan frágang.

DEILA