Bolungavík: framkvæmdir við sjótökulögn að hefjast

Norska flutningaskipið Skog í Sundahöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á miðvikudagskvöld kom til Ísafjarðar norskt flutningaskip með tvo stóra pramma, dráttarbát og tvær 85 tonna gröfur sem flytja á til Bolungavíkur. Þar verða tækin notuð til þess að grafa niður í sjávarbotninn um eins km langa sjótökulögn frá nýja laxasláturshúsinu út til hafs og aðra affallslögn frá sláturhúsinu.

Þegar lagnirnar hafa verið lagðar verður fyllt yfir og síðan fergt með margra tonna grjóthnullungum. Alls fara um 20.000 rúmmetrar af grjóti í verkefnið.

Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish sagði að byrjað yrði á framkvæmdum þegar eftir helgina. Þá yrði fljótlega farið að prófa tæki sláturhússins og slátra, slægja og pakka laxi.

DEILA