Ungir frumkvöðlar: tvö verkefni frá MÍ í úrslit

Alma: Embla Kleópatra, Anja Karen og Guðrún Dagbjört, á myndina vantar Guðmund Atla.

Tvö verkefni frá nemendum í Menntaskólanum á Ísafirði komust í úrslit í fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla. Skrá voru 162 verkefni frá 15 framhaldsskólum landsins sem 701 nemandi standa að. Þrjátíu verkefni voru valin í úrslit. Þátttakendur fara í viðtöl við dómara 26. apríl og verða með kynningu á sviði í Arion banka á Uppskeruhátíðinni fimmtudaginn 27. apríl.

Þau verkefni frá MÍ sem keppa til úrslita í ár eru: 

Árís og Alma.

Á bak við verkefnið Árís eru þær Agnes Þóra Snorradóttir, Katrín Bára Albertsdóttir og Sigrún Betanía Kristjánsdóttir. Stúlkurnar voru í samstarfi við mjólkurframleiðsluna Örnu og hönnuðu laktósafrían ís.

Árís: Agnes Þóra, Sigrún Betanína og Katrín Bára.

Á bak við verkefnið Ölmu eru þau Anja Karen Traustadóttir, Embla Kleópatra Atladóttir, Guðrún Dagbjört Sigurðardóttir og Guðmundur Atli Kristinsson. Þau hönnuðu náttúrulega sápu úr þara sem er einstaklega góð fyrir viðkvæma og þurra húð, sem og að pokann utan um sápuna má nota sem skrúbb.

 

DEILA