Kynning á háskólanámi í Skotlandi

Föstudaginn 14. apríl munu Auðbjörg Björnsdóttir og Freydís Heba Konráðsdóttir vera með kynningu á þrem námslínum sem eru allar í 100% fjarnámi á vegum Símenntunar HA og Stjórnendanáms Stjórnendafræðslunnar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða.

Farið verður yfir þrjár ólíkar námsleiðir:

  • MBA nám við UHI Skotlandi
  • Meistaragráða í mannauðsstjórnun við UHI Skotlandi
  • Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar

Öll þessi nám eru kennd í 100% fjarnámi, eru sveigjanleg og henta því vel vinnandi fólki óháð búsetu. Við hvetjum áhugasama að mæta, kynna sér námið, hvernig það er uppsett og hvaða möguleika það getur gefið, síðan gefst tími til að spjalls og spurninga. 

Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar hefur engar forkröfur svo það hentar breiðum hópi fólks sem vilja auka stjórnendahæfni sína, hvort sem þau eru stjórnendur í dag eða hafa áhuga á að takast á við aukna stjórnun í sinu starfi.

Auðbjörg Björnsdóttir er forstöðumaður kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar HA. Auðbjörg hefur kennt og hannað námskeið í fjarnámi um árabil. Auðbjörg er með Ph.D í kennslufræði frá Háskólanum í Minnesota og er kennari í Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar. 

Freydís Heba Konráðsdóttir er verkefnastjóri markaðssetningar og námsframboðs hjá Símenntun Háskólans á Akureyri. Freydís kláraði MBA Executive nám í 100% fjarnámi í gegnum UHI og hefur því mikla reynslu og innsæi um námið fyrir þau sem vilja kynna sér það betur.

Á fundinum verður gestum boðið upp á súpu og brauð, þeim að kostnaðarlausu.
Til að sporna við óþarfa matarsóun þá óskum við eftur að fólk skrái sig á fundinn hér: https://forms.gle/oXoEu8qq2Gx9BD9j6 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð.

DEILA