Kvikmyndin Auður frumsýnd í gær

Kvikmyndin Auður var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís í Reykjavík fyrir fullu húsi. Handritshöfundar, leikstjórar og framleiðendur eru hjónin og læknarnir Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir. Þau störfuðu um árabil á Flateyri og í Bolungavík.

Myndin er að mestu tekin upp á Hesteyri í Jökulfjörðum og er læknishúsið aðalsögusviðið. Þetta er önnur myndin í fullri lengd sem tekin er á Hesteyri, en áður myndin ég man þig tekin þar upp.

Myndin hefur verið sjö ár í framleiðslu en tökur fóru fram víðar innanlands og erlendis.

Aðalhlutverk eru í höndum Sigríðar Lárettu Jónsdóttur, Önnu Hafþórsdóttur, Ingumaríu Eyjólfsdóttur, Víkings Kristjánssonar og Ævars Arnar Jóhannessonar.

Myndin fjallar um unga íslenska konu sem útskrifast erlendis sem kafari og fer til Íslands að kanna afdrif ömmu sinnar, Auðar. En hún fórst með skipi sem flytja átti hana á hæli.

Mynd úr kvikmyndinni. Mynd: Haukur Vagnsson.

DEILA