Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fer fram 16. mars kl. 17:30 í Félagsheimili Bolungarvíkur. 

Það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt og æfa sig fyrir undankeppni sem fram fer í hverjum skóla í lok febrúar þar sem nem­endur eru valdir til áframhaldandi þátttöku í keppninni fyrir hönd skólans.

Lokahátíð fer svo fram í mars og fer hún að þessu sinni fram í Bolungarvík 

Hafa ber í huga að „keppnin“ er í raun aðeins formsatriði, nokkurs konar staðfesting á þeim árangri sem náðst hefur í skólastarfinu, og því miklu meir í ætt við uppskeruhátíð.

Ekki skiptir máli hver sigrar, heldur það að tekist hafi að virkja nemendur til að vanda upplestur sinn um veturinn.

Allir eru velkomnir á keppnina, frítt inn. 

DEILA