Bogfimi á Reykhólum

Á Reykhólum er boðið upp á námskeið í bogfimi.

Í Reykhólahreppi hefur vaknað töluverður áhugi á bogfimi. Þangað komu frá Bogfimisambandi Íslands, þau Guðmundur Guðjónsson og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested og kenndu undirstöðuatriðin í bogfimi og meðferð og hirðingu búnaðarins.

Það var Þörungaverksmiðjan sem gaf Ungmennafélaginu 12 bogar af ýmsum gerðum sem henta fólki á mismunandi aldri, helling af örvum, skotmörk og ýmis aukabúnaður og verkfæri til viðhalds á græjunum.

Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar afhenti Ungmennafélaginu búnaðinn og veitti Styrmir Sæmundsson honum viðtöku ásamt áhugasömum þátttakendum.

Krakkarnir áhugasamir að læra undirstöðureglur
DEILA