Héraðssamband Vestfjarða leitar að nýjum yfirþjálfara Íþróttaskólans

Héraðssamband Vestfjarðar (HSV) auglýsir eftir yfirþjálfara Íþróttaskólans. Skólinn er samstarfsverkefni HSV, allra 13 aðildarfélaga HSV og Ísafjarðarbæjar.

Skólinn er fyrir öll börn í 1-4. bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Þar er lögð áhersla á grunnþjálfun og að börnin fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga.

Íþróttaskóli HSV var settur á fót haustið 2011 og er samstarfsverkefni HSV, aðildarfélaga HSV og Ísafjarðarbæjar. 

Yfirþjálfari íþróttaskóla HSV ber ábyrgð á daglegum rekstri hans ásamt samskiptum við Ísafjarðarbæ, aðildarfélög, foreldra og börn í skólanum.

Leitað er að einstaklingi með reynslu af þjálfum barna. Íþróttakennaramenntun, þjálfaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði. 

DEILA