Framsóknarflokkurinn var í gær með ráðstefnu á Ísafirði fyrir sveitarstjórnarfólk flokksins. Liðlega eitt hundrað flokksmenn voru kosnir í sveitarstjórnir í kosningunum síðastliðið vor, 69 af B listum og 38 af blönduðum listum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins og Innviðaráðherra setti ráðstefnuna og gerði grein fyrir starfi ráðuneytisins sem lítur að sveitarstjórnarmálefnum.
Um helgina verður svo haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins í Edinborgarhúsinu. Fundurinn hefst kl. 10:00 á laugardagsmorgun og stendur fram yfir hádegi á sunnudeginum. Kvöldverðarhóf verður á laugardagskvöldinu.
Formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson flytur ræðu sína kl 12:20 í dag og er fundurinn þá öllum opinn.