Valdimar, Hjörtur og Klara vinsælustu nöfnin á Vestfjörðum 2021

Þjóðskrá hefur tekið saman vinsælustu nöfn á Íslandi árið 2021 meðal nýfæddra barna sem voru samtals 4.866 einstaklingar.

Aron var vinsælasta fyrsta eiginnafn drengja og Embla var vinsælast á meðal stúlkna. Þór var vinsælasta annað eiginnafn drengja og Rós á meðal stúlkna.

Við samanburð á landshlutum má sjá hjá drengjum að nöfnin Aron og Jökull eru vinsælust í tveimur landshlutum. Hjá stúlkum eru engir tveir landhlutar með sama vinsælasta fyrsta eiginnafnið.

Algengustu fyrstu eiginnöfnin á landinu eru Anna og Jón. Þar á eftir koma síðan nöfnin Guðrún, Sigurður, Guðmundur og Kristín. Með algengustu fyrstu eiginnöfnin er átt við alla núlifandi Íslendinga

DEILA