Reykhólar: ungmennaráð leggur línurnar

Reykhólar.

Ungmennaráð Reykhólahrepps kom saman í síðustu viku og ræddi meðal annars fjárhagsáætlun næsta árs fyrir sveitarfélagið. Óhætt er að segja að unga fólkið hafi sett fram skýrar línur fyrir sitt leyti.

Íþróttasvæði

Ungmennaráðið leggur til við sveitarstjórn að gera ráð fyrir fjármagni í íþróttasvæði í fjárhagsáætlun næsta árs. Laga þarf svæði undir frjálsar íþróttir og huga að hlaupagreinum, stökkgreinum og kastgreinum. Jafnframt þarf að laga fótboltavöllinn og klára stúkuna.

Líkamsrækt, aparóla og vaðlaug

Ungmennaráð leggur til að sveitarfélagið finni stað fyrir líkamsræktina og leggi pening í að gera ræktina almennilega.
Ungmennaráð hvetur sveitarfélagið til að fjármagna aparólu, til að minnka símatíma hjá börnum og auka afþreyingu.
Ungmennaráð hvetur sveitarstjórn til að láta byggja nokkur raðhús. Það er næga vinnu að hafa en ekkert húsnæði að fá.
Laga þarf lagnir í sundlauginni og setja vaðlaug, einfalt er að setja upp saunaklefa úti í staðinn fyrir útiklefana.
Auka þarf afþreyingu og aðdráttarafl fyrir ferðamenn, jafnt sem heimamenn.

DEILA