Skotíþróttafélag Vestfjarða á Patreksfirði hefur sótt um lóð undir skotæfingasvæði. Óskað er eftir lóðinni að Stekkjareyri í Patreksfirði. Ætlunin er að koma upp aðstöðu fyrir skotæfingar þar sem m.a. verður leirdúfuhús.
Bæjarráð Vesturbyggðar fjallaði um umsóknina á fundi sínum nýlega og fól byggingafulltrúa og sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka málið til nánari skoðunar með Skotíþróttafélaginu.
