Ráðlögð rjúpnaveiði um sex fuglar á veiðimann

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2022 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar Umhverfisstofnun. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 26 þúsund fuglar að því .

Í aðalatriðum sýndu talningar síðastliðið vor fjölgun rjúpna á nær öllum talningarsvæðum 2021–2022. Staða stofnsins fer að nokkru eftir því við hvaða tímabil og hvaða landsvæði er miðað en til lengri tíma litið hefur rjúpnastofninum hnignað.

Sé viðmiðið síðustu 20 ár eða svo þá er stofninn yfir meðallagi að stærð en undir meðallagi samanborið við síðustu 60 ár.

Þetta kemur fram í bréfi Náttúrufræðistofnunar til Umhverfisstofnunar.

Á samráðsfundi fulltrúa Náttúrufræðistofnunar Íslands, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Umhverfisstofnunar, Skotveiðifélags Íslands og Fuglaverndar, sem haldinn var 29. ágúst, var enginn ágreiningur um ástand rjúpnastofnsins 2022 og árangur veiðistjórnunar frá árinu 2005 til 2021.

Veiðistofns rjúpunnar er metinn 297 þúsund fuglar haustið 2022 og ráðlögð veiði er um 26 þúsund fuglar eða um sex fuglar á veiðimann.

DEILA