Aðlögun að breyttum heimi

Byggðastofnun, ásamt Veðurstofu Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Reykjavíkurborg og Innviðaráðuneyti standa að baki fræðsluviðburðinum „Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið“.

Fundurinn verður haldinn á Grand hótel frá kl. 09:00-12:00, aðeins 100 manns komast á staðfundinn en honum verður jafnframt streymt. 

Dagskráin er spennandi og mun henni ljúka með pallborðsumræðum sem stýrt verður af Sævar Helga Bragasyni þar sem fulltrúar nokkurra sveitarfélaga munu ræða sína sýn á málaflokkinn.

Dagskrána má nálgast á pdf formi hér

Markmið viðburðarins snúa fyrst og fremst að því að hefja umræðu um aðlögun að loftslagsbreytingum fyrir alvöru með fulltrúum sveitarfélaga landsins, sem og öllum þeim sem láta sig málið varða. Mikilvægt er að stuðla að aukinni umræðu og fræðslu um eðli og mikilvægi aðlögunarvinnu á öllum stigum stjórnsýslunnar, ekki síst sveitarstjórnarstigi, vegna áhrifa loftslagsbreytinga.