Úthlutun Orkusjóðs 2022

Lína Orkubús Vestfjarða í klakaböndum.

Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Fimm áherslur voru fyrir úthlutun að þessu sinni; bætt orkunýting, minnkun olíunotkunar í iðnaði, raf- og lífeldsneyti og metan, hleðslustöðvar fyrir samgöngur og orkuskipti í haftengdri starfsemi. Alls var úthlutað fyrir 871,7 milljónir í 137 verkefni.

21 verkefni frá Vestfjörðum fengu styrk að samtals 151.186.000 kr.

Hæstu styrkir komu í hlut Ísafjarðarhafnar og Bolungarvíkurhafna sem fengu 20 milljónir hvor annars vegar fyrir hleðslutækja fyrir tvíorku dráttarbát á Ísafirði og landtengingu fyrir brunnbát í Bolungarvík.

Fiskeldisfyrirtækin Arctic Fish og Arnarlax fá stuðning til landtenginga, rafknúins þjónustubátar og tvinnkerfis í fóðurprömmum. Ánægjulegt er að sjá að sveitarfélögin hafa sótt um og fengið stuðning fyrir hleðslustöðvum og einnig að Þrymur vélsmiðja fékk stuðning til vetnisvæðingar strandveiða.

Ánægjulegt er að sjá stuðning við rannsóknarboranir í Tungudal og vinnsluholu á Patreksfirði sem eru í samræmi við tillögur starfshóps í orkumálum sem skilað var á vordögum. Einnig er góður stuðningur við orkuskipti í Árneshreppi sem eru hluti af vinnu verkefnsins Áfram Árneshreppur sem við á Vestfjarðastofu höfum aðstoðað við.

Orkuskiptin eru sannarlega á fullri ferð hér á Vestfjörðum og má þakka orkuskiptaverkefninu Bláma sérstaklega vel fyrir vitundarvakningu og stuðning við umsóknagerð hjá nokkrum af þeims em sóttu um.

Umsóknarflokkur / umsækjandiHeiti verkefnisStyrkupphæð, kr.
Bætt orkunýting – Orkubú Vestfjarða ohf.Rannsóknaboranir í Tungudal og vinnsluhola Patreksfirði13,200,000
Hleðslustöðvar fyrir samgöngur – 3X Technology ehf.Lagt á Djúpið, í orkuskiptum1,190,000
Hleðslustöðvar fyrir samgöngur – ÁrneshreppurHleðslustöðvar í Árneshrepp10,000,000
Hleðslustöðvar fyrir samgöngur – Finnur ÓlafssonHleðslustöðvar í Bjarnarfirði á Ströndum520,000
Hleðslustöðvar fyrir samgöngur – Gunnar JóhannssonTjaldstæði í Hveravík við þjóðveg 645, Drangsnesveg1,050,000
Hleðslustöðvar fyrir samgöngur – Orkubú Vestfjarða ohf.Hleðslustöðvar á Vestfjörðum7,236,000
Hleðslustöðvar fyrir samgöngur – Stefán Rósinkrans PálssonHleðslustöð á Farfuglaheimili200,000
Hleðslustöðvar fyrir samgöngur – Urðartindur ehf.Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla520,000
Hleðslustöðvar fyrir samgöngur – VesturbyggðHleðslustöðvar í Vesturbyggð600,000
Minnkun olíunotkunar í iðnaði – Arnarlax ehf.Landtenging á fóðurprömmum10,000,000
Minnkun olíunotkunar í iðnaði – Arnarlax ehf.Tvinnkerfi (Hybrid system) í fóðurprömmum10,000,000
Minnkun olíunotkunar í iðnaði – Fremri Gufudalur sf.Fyrsta skref í orku skiptum í landbúnaði1,980,000
Minnkun olíunotkunar í iðnaði – Heiðar Þór GunnarssonRafmagnsdælur í haughús1,390,000
Minnkun olíunotkunar í iðnaði – Hraðfrystihúsið – Gunnvör hfRafmagnskynding fyrir fiskvinnslu HG á Súðavík2,200,000
Minnkun olíunotkunar í iðnaði – Íslenska kalkþörungafélagið ehf.Orkuskipti við forvinnslu hráefnis fyrir verksmiðju Ískalk12,600,000
Orkuskipti í haftengdri starfsemi – Arctic Fish ehf.Polarcirk 100% rafknúinn þjónustubátur14,750,000
Orkuskipti í haftengdri starfsemi – BolungarvíkurkaupstaðurLandtenging fyrir Brunnbát í Bolungarvík20,000,000
Orkuskipti í haftengdri starfsemi – Flugalda ehf.Styrkir til orkuskipta 20228,500,000
Orkuskipti í haftengdri starfsemi – ÍsafjarðarhöfnHleðslutæki fyrir tvíorku (Hybrid) dráttarbát20,000,000
Orkuskipti í haftengdri starfsemi – Norðureyri ehf.Styrkir til orkuskipta 202210,000,000
Orkuskipti í haftengdri starfsemi – Þrymur hf.,vélsmiðja.Vetnisvæðing standveiða5,250,000
  151,186,000
DEILA