Skúlptúraslóð á Hólmavík

Ingo Vetter. Mynd: Ingrid Ogenstedt

Þann 24.júlí næstkomandi verður Skúlptúraslóð á Hólmavík formlega opnuð þegar listamaðurinn Ingo Vetter verður með opnun á útilistaverkum sínum, en að auki mun listakonan og heimamaðurinn Raimonda Sereikaité-Kiziria sýna tímabundið skúlptúr á slóðinni.

Skúlptúraslóðin er samvinnuverkefni listamannsins og kennarans Arne Rawe, listadeildarinnar við Háskóla hagnýtra fræða í Düsseldorf og Strandabyggðar. Markmið verkefnisins er að fá vel þekktan og alþjóðlegan listamann/listakonu á hverju ári til að hanna og setja upp útilistaverk á fyrir utan byggðina á Hólmavík og skapa þannig aðdráttarafl og afþreyingu fyrir gesti og heimamenn. Auk þess er verkefninu ætlað að vera vettvangur þar sem listamenn geta unnið með vísindasamfélaginu til að finna leiðir til að nýta stafræna miðlun til að miðla list til fólks, jafnvel frá afskekktum stað eins og Hólmavík á Ströndum. 

Verkefnið hefur fengið styrki frá Uppbyggingasjóði Vestfjarða og Sterkum Ströndum.

DEILA