Ungdúró 2022- skráningarfrestur framlengdur

Hjólreiðadeild Vestra heldur ungduro fjallahjólamót þann 18. júní næstkomandi. Ungduro er enduro keppni fyrir alla krakka og unglinga, keppnin hefst kl 15:00 og brautarskoðun er kl 11:00.

Þátttökugjaldið er 2.000 kr. Opið er fyrir skráningu til kl. 9 þiðjudaginn 14. júní.

Enduro er keppnisform í fjallahjólreiðum þar sem allir hjóla saman langa leið en aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem eru aðallega niður á móti. Tímataka er á þessum sérleiðum en ekki á milli þeirra þar sem þátttakendum gefst tími til að spjalla og kynnast öðrum þátttakendum. Við áætlum að vera með u.þ.b. þrjár til fjórar sérleiðir og er það samanlagður tími keppenda úr þeim sem gildir.

Í ár eru tvær vegalengdir í boði:


Styttri vegalengdin er frekar létt og skemmtileg leið á malar og moldarstígum sem er að mestu samsett úr hólum og beygjum en ekki mikill bratti eða krefjandi þrautir. Hún fer fram í brautum sem liggja frá Seljandsdal og niður að sjó.
Lengri vegalengdin er blanda af léttum og meira krefjandi leiðum. Þar eru erfiðar þrautir inn á milli sem þó er alltaf hægt að sleppa og reiða yfir eða framhjá. Lengri vegalengdin krefst frekar góðrar færni til að hjóla allar þrautir hennar. Einnig er gerð krafa á góðar hlífar á hné og bak í lengri vegalengdinni. Vegalengdir eru ekki tengdar aldri en gerð er krafa á að börn undir 8 ára aldri séu í fylgd. Einnig getur mótstjórn bannað þátttakenda í lengri vegalengd að fara erfiðustu leiðirnar ef hjólagetu er áberandi ábótavant.

Hjóladeild Vestra vinnur eftir stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga, en skv. henni eru þátttakendur 10 ára og yngri ekki verðlaunaðir eftir árangri í keppni heldur allir þátttakendur verðlaun sem að þessu sinni verður bolur merktur Ungdúró 2022.

Lengri vegalengdin er hluti af bikarkeppni HRI og verða verðlaun í þeim flokkum með hefðbundnu sniði.
Úr markmiðum ÍSÍ fyrir 10 ára og yngri:

  • Keppni ekki markmið
  • Allir fái tækifæri óháð getu
  • Úrslit skipta ekki máli
  • Allir fá jafna viðurkenningu

Uppfært 14.6.

Skránigafrestur hefur verið framlengdur út miðvikudaginn 15.júní. 

Bætt við brautarskoðun 14.og 15.júní kl 17. mæting upp á Seljalandsdal. Allir velkomnir, þeir sem eru nýjir í íþróttinni og eða yngri en 8 ára þurfa að koma í fylgd með forráðamanni.

Á laugardaginn verður keppt í krúttflokk kl 17. við Skíðaskálann á Seljalandsdal.  

DEILA