Bolungavík: hátíðahöld á sjómannadaginn að nýju eftir covid19

Það voru hefðbundin hátíðahöld á sjómannadaginn á Vestfjörðum á nýju eftir tveggja ára hlé vegna covid19 faraldursins. Fjölmennust voru þau án efa á Patreksfirði þar sem var fjögurra daga viðamikil dagskrá með landsfrægum skemmtikröftum svo sem Helga Björns og Páli Óskari.

Þá var fjölbreytt dagskrá í Bolungavík við höfnina, hátíðarkvöldverður í Félagsheimilinu og ball á eftir, sjómannadagsmessa, athöfn í kirkjugarðinum og sjómannadagskaffi í húsnæði björgunarsveitarinnar Ernis.

Brugðið á leik við höfnina.
Flotinn í höfn í Bolungavík.
Þessi komst alla leið.
Fylgst með skemmtiatriðunum við höfnina.
Frá hátíðarkvöldverðinum í FHB.
Það var ríflega uppselt á hátíðarkvöldverðinum og setið uppi á svölunum.
Flateyringurinn Siggi Björns var með tónleika í Einarshúsi og skemmti einnig á hátíðarkvöldverðinum ásamt Fransizku eiginkonu sinni.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA