Austurgilsvirkjun í nýtingarflokk

Stöðvarhús Austurgilsvirkjunar verður innarlega í Skjaldfannardal.

Bæði Hvalárvirkjun og Austurgilsvirkjun eru í nýtingarflokki Rammaáætlunar samkvæmt breytingartillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sem hefur verið birt. Hvalárvirkjun hefur verið í nýtingarflokki samkvæmt fyrri rammaáætlun og verður það áfram. Austurgilsvirkjun kemur ný inn í nýtingarflokk verði breyingartillagan samþykkt, sem búist er við. Í fyrri tillögum að Rammaáætlun síðustu ára ,sem ekki hafa náð fram að ganga ,hefur virkjunin þó verið sett í nýtingarflokk.

Bjarni Jónsson, þingmaður Vg í kjördæminu stendur ekki að tillögunum og hefur lýst andstöðu við þær, þar sem virkjunaráform í Skagafirði eru færð úr verndarflokki í biðflokk. Ekki kemur fram í afstöðu Bjarna Jónssonar hvort andstaða hans nái einnig til virkjananna á Vestfjörðum.

DEILA