Á Reykhólavefnum er sagt frá því að hafinn sé undirbúningur endurbyggingar stálþilsbryggjunnar á Reykhólum.
Síðasti farmurinn af stáli í þilið er kominn og meira efni er væntanlegt á næstunni. Einhverjar tafir hafa orðið á afhendingu efnis að utan, eins og margir hafa lent í.
Rob Kamsma verkfræðingur hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar sagði að þetta væri með flóknari verkefnum af þessu tagi. Ástæða þess er að bryggjan verður í notkun allan tímann sem framkvæmdir standa yfir og verktakarnir þurfa sitt athafnapláss. Þörungaverksmiðjan landar öllu sínu hráefni þar og það er flesta daga, það þarf að skipa út í mjölskip og
Vegagerðin mun skipa þarna upp efni til búargerðar í Þorskafirði, auk þess sem þangskurðarmenn þurfa að athafna sig í höfninni annað slagið.
Þetta er framkvæmd upp á liðlega 300 millj. og verður lokið næsta sumar. Verktakar eru Hagtak hf. sem sér um að undirbúa botninn fyrir stálþilið, og Borgarverk ehf. rekur niður stálþilið, en þessi fyrirtæki hafa yfir að ráða sérhæfðum tækjakosti til þessara verka.
Bryggjan verður stækkuð jafnframt, lengd í N-A. svo að Grettir kemur til með að fá betra skjól inni í höfninni, og ytri viðlegukanturinn verður lengdur í S-V. þannig að stærri flutningaskip geta lagst að bryggju án vandræða.