Togarinn Vestri kominn í heimahöfn

Nýr Vestri BA-63 er kominn í heimahöfn segir á facebooksíðu Patrekshafnar í Vesturbyggð.

Togarinn er smíðaður í Danmörku árið 2009, er 40 metra langur og 580 tonn að stærð. Skipstjóri verður Jón Árnason frá Örlygshöfn. 

Þess má geta að Páll Pálsson ÍS fylgdi Vestra inn fjörðinn að hafnarmynni, fallega gert af áhöfn þessa glæsilega togara.

Margt manna tók á móti Vestra BA 63 og nutu veitinga í boði útgerðar og skoðuðu skipið.

DEILA