Stjórnarflokkarnir missa fylgi

Lokað útboð á Íslandsbanka og ummæli formanns Framsóknarflokksins virðast hafa dregið dilk á eftir sér ef marka má niðurstöðu  könnunar Maskína á fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem mælist stærstur flokka, er nú með 22-23% fylgi sem er 2 prósentustigum minna en flokkurinn var með í Maskínukönnun marsmánaðar. Framsóknarflokkurinn gefur sömuleiðis eftir og mælist nú með 15-16% en var með rúmlega 17% í síðasta mánuði. Vinstri græn dala aðeins um hálft prósentustig með mælast nú með tæp 9%.

Þegar fylgi flokkanna er skoðað annars vegar fyrir og hins vegar eftir nýliðna atburði sést að ríkisstjórnarflokkarnir mælast hver með tæplega 2–3 prósentustigum minna fylgi eftir en fyrir sölu Íslandsbanka og Búnaðarþing. Það gerir samanlagt fylgi upp á 41–42% eftir atburðina. 

DEILA