
Íslenska ríkið hefur skrifað undir samning um smíði nýs hafrannsóknaskips við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armón.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra voru viðstödd athöfn þar sem gengið var frá kaupunum.
Nýja skipið mun koma í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar sem hefur nú þjónað ríkinu við hafrannsóknir í 52 ár. Við hönnun skipsins hefur mikil áhersla verið lögð á að það verði eins umhverfisvænt og sparneytið og unnt er.
Áætlað er að smíði skipsins taki 30 mánuði og að það komi til landsins haustið 2024.