Handbolti: Hörður einum leik frá úrvalsdeildinni

Það var mikil spenna í leik Harðar og Fjölnis í handbolta á Ísafirði í gær þar sem Hörður hafði betur 38:36.

Með sigr­in­um komust Harðar­menn í efsta sæti deild­ar­inn­ar fyr­ir lokaum­ferðina með 32 stig en ÍR er með 31 stigi í öðru sæti. Fjöln­ir er svo með 28 stig og Þór 27 og ljóst að þau fara bæði í um­spil ásamt liðinu í öðru sæti.

Í lokaumferðinni mætir Hörður Þór á Ísafirði og vegna betri inn­byrðis stöðu gegn ÍR næg­ir þeim jafn­tefli til að verða meist­ar­ar 1. deild­ar og fara beint upp í úr­vals­deild­ina.

Í leiknum í gær var Gunt­is Pilpuks var marka­hæst­ur hjá Herði í kvöld með 7 mörk en Sug­uru Hikawa og Daniel Wale Adeleye skoruðu 4 mörk hvor. 

DEILA