Gleðilega páska

Kæru íbúar Ísafjarðarbæjar,  nú líður að lokum kjörtímabilsins og verður kosið til sveitarstjórnar þann 14.maí næstkomandi.  Fyrir síðustu kosningar færðist ég óvænt úr þriðja sæti á lista Framsóknar upp í annað sætið rétt fyrir kosningar.  Framsókn fékk ágætis kosningu og fengu tvo kjörna fulltrúa inn í bæjarstjórn. 

Á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar fékk ég þann heiður að vera kosinn forseti bæjarstjórnar og hef sinnt því embætti allt kjörtímabilið.  Sem forseti bæjarstjórnar hef ég reynt að gæta hlutleysis og sanngirni við stjórnun bæjarstjórnarfunda og tel ég það hafa gengið vel.  Sem bæjarfulltrúi hef ég horft til málefna sem ég tel bæjarfélaginu öllu til framdráttar og vinna eftir þeirri stefnu sem við fórum af stað með strax í síðustu kosningabaráttu.  Margt gott hefur náðst fram á tímabilinu en einnig hefur gengið á ýmsu sem hægt hefur á verkefnum sem við hefðum viljað ná fram.  Heimsfaraldurinn Covid 19 fór því miður ekki framhjá okkur hér í sveitarfélaginu og setti töluvert strik í alla vinnu. 

Framsóknarfólk hefur nú veitt mér þann heiður að vera oddviti listans í sveitarstjórnarkosningunum í vor.  Samþykktur hefur verið frábær listi sem ber með sér góðan byr framtíðar og uppgangs.  Á listanum er fjölbreyttur hópur ungs fólks sem og reynslumeira í bland ásamt því að vera með góða blöndu fólks úr öllum bæjarkjörnum sveitarfélagsins.

Á næstu vikum munum við vinna og kynna málefnaskrá okkar og helstu baráttumál.  Við hvetjum alla til að mæta á málefnafundi okkar og hafa þar áhrifa á stefnu Framsóknar.  Þar munum við tala fyrir bjartsýni, samvinnu og framtíðarsýn sveitarfélagsins.  Ísafjarðarbær er á vaxtarskeiði og verðum við að grípa tækifærið og byggja til framtíðar.  Okkar kosningabarátta mun einkennast af jákvæðni, heiðarleika og virðingu við önnur framboð.

En nú förum við inn í dymbilvikuna með bros á vör, njótum loksins Skíðavikunnar og Aldrei fór ég suður.  Förum á alla flottu viðburðina, á skíði og skemmtum okkur.  Ef þú rekst á mig eða einhvern af okkar flotta lista Framsóknar þá er um að gera að kasta á okkur hugmyndum um ennþá betri Ísafjarðarbæ.   

Gleðilega páska

Kristján Þór Kristjánsson

Oddviti Framsóknar og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Endilega kynnið ykkur listann okkar og fylgið okkur á samfélagsmiðlum Framsóknar í Ísafjarðarbæ.

Facebook.com/framsoknisafjardarbaer

Instagram: framsoknisafjordur

Listi Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022

1. Kristján Þór Kristjánsson, hótelstjóri. Ísafirði

2. Elísabet Samúelsdóttir, mannauðsstjóri. Ísafirði

3. Sædís Ólöf Þórsdóttir, framkvæmdastjóri. Suðureyri

4. Bernharður Guðmundsson, stöðvarstjóri. Flateyri

5. Þráinn Ágúst Arnaldsson, þjónustu-og fjármálafulltrúi. Ísafirði

6. Gerður Ágústa Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bóndi. Mosvöllum Önundarfirði

7. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

8. Elísabet Jónasdóttir, skrifstofu-og fjármálastjóri. Bæ Súgandafirði

9. Birkir Kristjánsson, skipstjóri. Þingeyri

10. Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

11. Bríet Vagna Birgisdóttir, nemi og formaður NMÍ. Þingeyri

12. Halldór Karl Valsson, forstöðumaður Ísafirði

13. Brynjar Proppe, vélstjóri Þingeyri

14. Hrefna E. Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri. Flateyri

15. Jóhann Bæring Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

16. Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður. Ísafirði

17. Guðrún Steinþórsdóttir, bóndi. Brekku Dýrafirði

18. Guðríður Sigurðardóttir, fv. kennari. Ísafirði

DEILA