Breiðafjarðarferjan Baldur

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm.

Ferjusiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar hefur verið mikilvæg liður í samgöngum fyrir þau svæði sem ferjan tengir saman, enda oft kölluð brúin til Vestfjarða. Hlutverk ferjunnar er og hefur verið að þjóna byggðinni á sunnanverðum Vestfjörðum og í Breiðafjarðareyjum. Auk þess sem að ferðamenn nýta sér ferjuna.

Þótt núverandi Baldur sigli á milli með fullgilt haffæriskýrteini er skipið komið nokkuð til ára sinna. Samkvæmt nútímakröfum þá uppfyllir skipið hvorki kröfur um aðgengi né ítrustu kröfur um öryggi. Ljóst er að nauðsynlegt er að skipta skipinu út.

Uppbygging á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum eru í framkvæmd og eru Vestfirðingar loks að eyga nútíma vegi um þjóðveg nr. 60 innan fárra missera. Það eru þó alltaf farartálmar sem eru erfiðið eins og Klettsháls sem getur verið fyrirstaða og lokast oft í vetrarveðrum. Nú í vetur hefur hálsinn lokast 40 sinnum það sem af er ári.

Nýtt skip á teikniborðinu

Vegagerðin sem er kaupandi þjónustunnar hefur gert mikla og víðtæka leit að skipi sem getur tekið við hlutverki Baldurs án árangurs. En þau skip sem henta til verkefnisins þurfa að hafa leyfi á B og C hafsvæði. Því er hafin undirbúningur á því að smíðuð verði ný ferja sem hentar fyrir þessa leið. Slíkur ferill er því miður langur eða allt að fimm ár. Þá það ljóst að það er ekki ásættanleg að láta núverandi skip þjóna þann tíma.

Auk þess til að geta tekið við nýju skipi er ljóst að endurbyggja þarf hafnirnar á Brjánslæk og í Stykkishólmi.  Þær framkvæmdir eru nú í hönnun hjá Vegagerðinni en um er að ræða 2ja ára verk og eru verklok áætluð haustið 2023. Þegar þessum framkvæmdum er lokið er mögulegt að nota Herjólf III í siglingar um Breiðafjörð, a.m.k. tímabundið. Herjólfur III er öflugra skip en Baldur með tvær vélar.

Aðgerðir í forgang

Undirrituð tekur heilshugar undir yfirlýsingar frá sveitastjórnum í Vesturbyggð og Tálknafirði um að nauðsynlegt sé að framkvæmdir á ekjubrúm á Brjánslæk og Stykkishólmi verði settar í algjöran forgang. Mikilvægt er að farið sé í framkvæmdir sem allra fyrst svo hægt verði að leggja núverandi ferju fyrir fullt og allt.

Halla Signý Kristjánsdóttir

Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

DEILA