Bolungavíkurhöfn: 953 tonn í mars

Ásdís ÍS 2 í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust 953 tonn að landi í Bolungavíkurhöfn í marsmánuði. Togarinn Sirrý ÍS var langaflahæst með 528 tonn í 6 veiðiferðum. Ásdís ÍS var með 25 tonn í snurvoð í 7 róðrum.

Annar afli kom að mestu af línubátum. Fríða Dagmar ÍS landaði 141 tonn eftir 17 róðra, Jónína Brynja ÍS veiddi 150 tonn í 19 róðrum. Otur II ÍS var með 36 tonn, Otur III ÍS 7 tonn og Fjölnir GK frá Grindavík landaði 43 tonnum eftir einn róður. Þá landaði línubáturinn Elley EA frá Grímsey 12 tonnum eftir 4 róðra.

DEILA