Bolungavíkurhöfn: 740 tonna afli í febrúar

Fríða Dagmar ÍS landar í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 740 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í febrúar. Togarinn Sirrý ÍS var aflahæst með 385 tonn í 5 róðrum. Sex línubátar komu með 355 tonn að landi. Jónína Brynja ÍS veiddi 140 tonn í 13 róðrum og Fríða Dagmar ÍS 137 tonn í jafnmörgum róðrum. Otur III aflaði 40 tonn og Otur II 20 tonn. Elley EA kom með 10 tonn a landi í tveimur róðrum og Siggi Bjartar ÍS var með 8 tonn eftir 4 róðra.

DEILA