Skíðavikan 2022 á Ísafirði framundan

Skíðavikan á Ísafirði verður haldin dagana 11.-18. apríl 2022. Að venju verður setningarathöfn á Silfurtorgi miðvikudaginn 13. apríl og furðufatadagur í Tungudal á föstudeginum og aftur á laugardeginum.

Aldrei fór ég suður verður einnig um páskana og fyrra hollið verður á föstudagskvöldinu frá kl 7 til miðnættis. Seinna hollið verður svo á laugardagskvöldinu.

Páskaeggjamót HG verður á Tungudal og Seljalandsdal á laugardeginum. Allir krakkar fæddir 2010 og síðar geta tekið þátt í þrautabrautum á skíðasvæðunum, hvort heldur sem er á gönguskíðum á Seljalandsdal eða svigskíðum í Tungudal. Páskaegg að launum fyrir þá sem klára!

Fleiri viðburðir verða í boði og verður gerð nánar grein fyrir þeim þegar nær dregur. Hægt er að koma að nýjum viðburðum og þeir sem hafa hug á því geta haft samband við Önnu Sigríði Ólafsdóttur í s: 8606062.

dagskráin verður öllum aðgengileg inn á www.skidavikan.is sem og í gegnum www.paskar.is.

DEILA