Jasshátíð í Genf kynnt á Ísafirði

Daniel Freuler hefur fengið samþykki bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ fyrir uppsetningu kynningarefnis á þremur stöðum á Ísafirði á jasshátíðinni Jazz sur la plage sem verður haldin í Genf í Sviss í ágústmánuði næstkomandi.

Tildrög kynningarinnar eru þau að Svisslendingurinn Daniel Freuler er í nefnd um hátíðina og dvelur á Ísafirði í febrúarmánuði. Honum datt í hug að tengja þetta tvennt saman og vekja athygli Vestfirðinga á hátíðinni.

Freuler hyggst setja upp skilti á þremur stöðum í miðbæ Ísafjarðar, við höfnina, Pollgötuna og á Silfurtorginu og verða þau tvo daga á hverjum stað.

DEILA