Sex smit greindust í gær á Vestfjörðum. Eitt smit var á Patreksfirði og annað á Bíldudal. Þá voru 2 smit í Bolungavík og önnur tvö á Ísafirði.
Alls eru 32 virk smit á Vestfjörðum. Eitt er á Hólmavík, 9 á Patreksfirði og eitt á Bíldudal. Eitt smit er á þingeyri og annað á Flateyri. Fimm smit eru í Bolungavík, 11 á Ísafirði og 3 í Súðavík.
Rúmlega fjórtán hundruð smit greindust á landinu í gær. Á Landspítalanum voru 32 með covid smit og þarf af 3 á gjörgæslu.
https://www.ruv.is/kveikur/covid/