Stöndum saman Vestfirðir: jólagjöfin til okkar tókst

Fréttatilkynning:

„Stöndum saman Vestfirðir tókst með hjálp samfélagsins að klára söfnunina fyrir heyrnarmælingatækinu sem staðið hefur í þó nokkurn tíma rétt fyrir jól.

Heyrnarmælingartækið ætti að berast í janúar frá Noregi ásamt söluaðila sem kemur Indíönu Einarsdótttur heyrnarfræðingi algjörlega inni virkni tækisins.

Vonandi leyfir ástandið að þetta gangi allt upp í þessum efnum.

Eftir bestu vitund “Stöndum saman Vestfirðir” þá kemur þetta til með að vera öflugasta heyrnarmælingartæki landsins.“

Í byrjun desember var greint frá því á Facebook síðu „Stöndum saman Vestfirðir“ að heyrnamælingatækið myndi kosta 2.219600 kr og að búið væri að safna 2.068.500 kr. Þannig að það vantaði þá 151.100 kr. Nú hefur tekist að ljúka fjáröfluninni fyrir þetta mikilvæga tæki.

Tækið er eitt öflugasta og fullkomnasta tæki sinnar tegundar og eftir því sem best er vitað , það fullkomnasta sem verður til hér á landi og verður gefið Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Söfnunarreikningurinn er 156-26-216 Kt. 410216-0190.

DEILA